Við eigum ekki bara að tala um framtíðina, við eigum að skapa hana – í borginni, á landsvísu og í flokknum okkar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Við Sjálfstæðismenn höldum okkar stærsta landsfund frá upphafi nú um helgina og það er verkefni okkar allra að varða veginn til nýrrar framtíðar.
Leiðin fram á við kallar á skýr skilaboð og sterka forystu, sem horfir ekki eitt ár eða eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur hefur skýra sýn fram á við fyrir Ísland allt. Við megum ekki velja auðveldu leiðina leiðina til skamms tíma – heldur þá kjörkuðu til langrar framtíðar.
Til að svo megi verða verðum við að standa saman. Samstaða án öflugrar framtíðarsýnar og sterkrar forystu er hins vegar orðin tóm. Við verðum að vera reiðubúin að mæta væntingum framtíðarinnar á breiddina – annars náum við ekki til allra kynslóða.
Við eigum ekki bara að tala um framtíðina,
...