
Pensill Aðalheiðar fær að flæða frjáls yfir myndflötinn þegar hún málar náttúrumyndir sínar. Myndir hennar eru abstrakt en í þeim er alltaf þessi tilfinning fyrir hinni áþreifanlegu náttúru sem er allt í kring. Aðalheiður sér alls staðar í náttúrunni liti, línur og form og kemur þeim til skila með olíu- eða vatnslitum þannig að áhorfandinn skynjar bæði fjarvíddina og flæðið, en eins leikgleðina sem býr að baki. Auðvelt er að týna sér í myndum hennar og nánast finna lyktina af vorinu sem er handan við hornið. Ný sýning Aðalheiðar, Birting, verður opnuð í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu 6. mars næstkomandi.
Abstrakt-pæling æskunnar
Myndlistin hefur verið förunautur Aðalheiðar alla tíð. Hún man eftir sér sem barn að leika sér með tölur úr saumaboxi mömmu sinnar eða að fletta í gegnum bunka af litaprufum. Strax á barnsaldri heillaði það hana að raða saman
...