Thea Sofie Loch Næss fer með hlutverk Marianne Ihlen.
Thea Sofie Loch Næss fer með hlutverk Marianne Ihlen. — AFP/Maya Dehlin Spach

Ég var stödd úti í búð með körfuna mína að sækja flöskuvatn og mjólk. Og brynnti músum fyrir framan gríska konu. Þá stóð hann allt í einu í dyragættinni með sólina á bak við sig. Maður sá ekki framan í hann, bara útlínurnar, og ég heyri hann segja: „Viltu slást í hópinn? Komdu út í sólina. Við sitjum á veröndinni.“ Hann var með fallegan lítinn sixpensara á höfðinu og þegar augu okkar mættust fór straumur um gjörvallan líkamann.“

Þannig lýsti hin norska Marianne Ihlen því þegar hún hitti Leonard Cohen í fyrsta skipti á grísku eyjunni Hydru árið 1960. Hann einbeitti sér á þeim tíma að skáldskap en ekki tónlist og hafði skolað þarna á land áður en hann náði nokkru máli sem listamaður. Og vissi satt best að segja ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga í lífinu.

Cohen var næmur á kvenlega fegurð og

...