
Á Ránargötunni býr Helga Guðný ásamt eiginmanni og þremur af fjórum sonum. Hún er aldrei þessu vant heima með þeim yngsta, enda vetrarfrí í skólum þegar blaðamann ber að garði. Helga Guðný býður upp á kaffi og súkkulaðihjúpað mangó og segir frá barre-ævintýrinu mikla, en fyrir tilviljun endaði hún, grafískur hönnuður, með brennandi ástríðu fyrir þessari sérstöku líkamsrækt.
Mætti 28 daga af 30
Helga Guðný er fædd í Bandaríkjunum sem átti eftir að koma sér vel síðar í lífinu. Rúmlega tvítug flutti hún til Boston með barnungan son sinn til að læra grafíska hönnun. Eftir námið flutti Helga Guðný heim reynslunni ríkari og fékk fljótlega vinnu hjá Iceland Review við að hanna nýtt útlit frá grunni og datt þar inn í bóka- og tímaritageirann. Fjórum árum eftir heimkomuna kynntist Helga Guðný núverandi eiginmanni, Ingólfi Guðmundssyni, sem starfað hefur
...