
Það vakti mikla athygli þegar McDonald's var opnað á Íslandi í einn dag – og nú hefur YouTube-framleiðandinn Sindri Leví Ingason birt myndband af viðburðinum. Þar má sjá hundruð manna flykkjast á staðinn í von um að næla sér í McDonald's-hamborgara, á Íslandi, í fyrsta sinn í 15 ár.
„Þegar ég kom aftur með hamborgarana var klikkað hvað það voru margir þarna. Ég komst ekki einu sinni að byggingunni,“ sagði Sindri, sem segir að fjölmiðlar hafi beðið eftir honum hvarvetna.
Skyndibitakeðjan sjálf hefur þó enn ekki haft samband við Sindra. Spurður hvort hann óttist lögsókn segist hann ekki hafa áhyggjur: „Ég held að þeir geti ekki kært mig fyrir þetta. Í fyrsta lagi er þetta mjög gott fyrir þeirra ímynd. Í öðru lagi gaf ég allt og breytti lógóinu.“ Myndbandið er nú þegar farið á flug á YouTube. „Vonandi verður
...