Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir vinnumarkaðinn þurfa að sýna af sér aga, í kjölfar niðurstöðu í kjarasamningum kennara. Ríkið hafi almenna aðkomu að menntamálum í landinu og menntamálaráðherra muni berjast fyrir úrræðum sem gagnist leik- og grunnskólastiginu með almennum hætti

Forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir segir að ríkið muni halda sig við þá launastefnu sem var mörkuð á almenna vinnumarkaðnum í fyrra.
— Morgunblaðið/Karítas
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Magnea Marín Halldórsdóttir
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir vinnumarkaðinn þurfa að sýna af sér aga, í kjölfar niðurstöðu í kjarasamningum kennara.
Ríkið hafi almenna aðkomu að menntamálum í landinu og menntamálaráðherra muni berjast fyrir úrræðum sem gagnist leik- og grunnskólastiginu með almennum hætti.
„En sveitarfélögin eru auðvitað þau sem gerðu þessa samninga og þurfa að standa við það,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ í gær, spurð út í fjármögnun samninganna.
Eins og greint hefur verið frá var í kjaraviðræðum kennara samið umfram það sem stöðugleikasamningarnir höfðu markað á síðasta
...