
Diljá Mist Einarsdóttir
Nú stendur yfir landsfundur Sjálfstæðisflokksins, langstærsta stjórnmálasamkoma Íslands. Fundurinn er eins konar þjóðhátíð okkar Sjálfstæðismanna: heil helgi af þéttri dagskrá þar sem við eigum dýrmæt samtöl, skiptumst á skoðunum og stillum saman strengi. Á fundinum fer fram gríðarlega öflug málefnavinna með þátttöku landsfundarfulltrúa þar sem þeir ydda sjálfstæðisstefnuna og leggja línurnar fyrir okkur kjörnu fulltrúana.
Eftir fjölmörg góð samtöl við fólkið okkar um land allt tók ég þá ákvörðun að gefa kost á mér til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Framboð mitt er til komið því ég hef djúpa sannfæringu; annars vegar um gildi sjálfstæðisstefnunnar og hins vegar um nauðsyn þess að flokkurinn okkar gangi í gegnum endurnýjun og uppfærslu. Endurnýjun og uppfærsla flokksins tel ég að þurfi að snúa að ímynd og
...