Abdullah Öcalan, stofnandi kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem leitt hefur vopnaða baráttu milli Kúrda og stjórnvalda í Tyrklandi, hefur gefið út ákall um að samtökin slíðri sverð sín og verði í kjölfarið leyst upp
Leiðtoginn Abdullah Öcalan hefur setið í tyrknesku fangelsi frá árinu 1999 og því ekkert hitt fylgismenn sína lengi. Hann vill nú leggja PKK niður.
Leiðtoginn Abdullah Öcalan hefur setið í tyrknesku fangelsi frá árinu 1999 og því ekkert hitt fylgismenn sína lengi. Hann vill nú leggja PKK niður. — AFP/Yasin Akgul

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Abdullah Öcalan, stofnandi kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem leitt hefur vopnaða baráttu milli Kúrda og stjórnvalda í Tyrklandi, hefur gefið út ákall um að samtökin slíðri sverð sín og verði í kjölfarið leyst upp. Yfirlýsing þessi markar mikil tímamót, en átökin, sem kostað hafa tugi þúsunda lífið, hafa staðið í um fjörutíu ár.

Vopnaðar sveitir PKK hafast nú að mestu við í fjalllendi í norðurhluta Íraks. Engin afgerandi viðbrögð höfðu í gær borist frá samtökunum við þessu ákalli Öcalans. Sjálfur hefur leiðtoginn setið í fangelsi í Tyrklandi frá árinu 1999 og stóran hluta þess tíma verið í algerri einangrun. Fylgjendur hans hafa af þeim sökum lítið frétt af honum undanfarin ár og ekkert séð til hans í eigin persónu.

Samtök PKK voru stofnuð

...