
„Fyrst og fremst held ég að þetta verði rosa jafnt,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari kvennaliðs ÍR, í samtali við Morgunblaðið, beðin að rýna í bikarúrslitaleik kvenna á milli Hauka og Fram í dag.
„Ég vona handboltans vegna að leikurinn verði mjög skemmtilegur og að einhverjar óvæntar stjörnur komi fram í sviðsljósið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals, um úrslitaleik Fram og Stjörnunnar í karlaflokki. » 57