Á-listinn, sem skipar meirihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra, hefur á stefnuskrá sinni að koma upp svokölluðum lífsgæðakjarna við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Á stjórnarfundi Lundar í desember var farið yfir nýjustu hugmyndir…

Hella Læknir hefur ekki alltaf verið til staðar á Heilsugæslustöðinni á Hellu. Íbúar búa því við mikið óöryggi.
— Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Úr bæjarlífinu
Óli Már Aronsson
Hellu
Á-listinn, sem skipar meirihluta sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra, hefur á stefnuskrá sinni að koma upp svokölluðum lífsgæðakjarna við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Lund á Hellu. Á stjórnarfundi Lundar í desember var farið yfir nýjustu hugmyndir varðandi byggingu íbúða fyrir eldri borgara eða þjónustuíbúða og aðstöðu til félagsstarfs á Lundi. Samþykkt var að stefna að þessu í náinni framtíð.
Bjargshverfi er nýtt hverfi á Hellu og fram fór hugmyndasamkeppni um götuheiti. Heimilt var að skila inn tillögum til og með 19. nóvember sl. og bárust alls um 50 tillögur með rúmlega 400 heitum frá yfir 30 aðilum. Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar tillögur og leggur eftirfarandi til
...