
Helga Eiríksdóttir, bóndi og húsfreyja í Vorsabæ á Skeiðum, fæddist 17. október 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi 16. febrúar 2025.
Foreldrar Helgu voru hjónin Eiríkur Jónsson, bóndi og oddviti í Vorsabæ, f. 1891, d. 1963, og Kristrún Þorsteinsdóttir, f. 1894, d. 1966. Systkini Helgu eru Ragna, f. 1917, d. 1998; Sigursteinn, f. 1919, d. 1934; Jón, f. 1921, d. 2010; Axel, f. 1923, d. 2006; óskírður drengur, fæddur andvana 1925; Friðsemd, f. 1932, og Sigríður Þóra, f. 1928, d. 2024.
Helga fæddist og ólst upp í Vorsabæ í stórum systkinahópi. Hún gekk í barna- og unglingaskóla í Brautarholti. Veturinn 1947-8 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.
Helga átti heimili í Vorsabæ fram á síðustu æviár. Á yngri árum var hún í síld á Raufarhöfn, ráðskona vinnuflokks hjá RARIK
...