Allar Norðurlandaþjóðirnar, fyrir utan Ísland, úthluta einstaklingum með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, sama á hvaða aldri þeir eru, heyrnartæki án kostnaðar.
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir

Ég, sem einstaklingur með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, get varla nefnt það ógrátandi hversu bagalegt aðgengið er að heyrnartækjum hér á landi miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Á síðustu árum hefur orðið mikil þróun á heyrnartækjum bæði hvað varðar stærð og getu. Nýjustu snjallheyrnartækin geta minnkað umhverfishljóð, magnað fram talhljóð og aukið rýmisskynjun, þ.e.a.s. við getum betur staðsett okkur í rými og heyrt hvaðan hljóðin koma. Einnig er hægt að breyta næmi tækjanna eftir aðstæðum með appi og aukabúnaði. Þetta eru stórkostleg tæki sem gera okkur kleift að taka þátt í lífinu og koma í veg fyrir leiðindamisskilning og einangrun, sem er stór áhætta þegar við erum án heyrnartækja. Eins og staðan er í dag, að því er ég best veit, er ekkert sjónhjálpartæki til sem getur magnað upp sjónina eins

...