Matsferli er ætlað að virka eins og svissneskur vasahnífur, gæddur óteljandi notkunarmöguleikum og ævinlega með rétta tólið þegar á þarf að halda.
Meyvant Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson

Meyvant Þórólfsson

Í viðtali við mbl.is 12. febrúar síðastliðinn sagðist nýskipaður ráðherra menntamála ætla að fylgja fordæmi forvera síns og mæla gegn fyrirlögn samræmdra prófa, enda teldu „allir sérfræðingar“ slík próf óheppileg, þau hefðu lítinn tilgang og væru flókin og dýr.

Er samræmt námsmat óheppilegt? Hvað segja rannsóknir?

Daginn eftir viðtalið var nýtt frumvarp kynnt á vef Stjórnarráðsins um svonefndan Matsferil, sem á að koma í stað „gömlu samræmdu prófanna sem voru hætt að þjóna sínum tilgangi“, eins og það var orðað þar.

Allt voru þetta kostulegar fullyrðingar ráðherra og meintra sérfræðinga hennar um eina árangursríkustu leið sem völ er á til að meta námsstöðu og námsárangur á heiðarlegan hátt. Gildi hennar hefur verið staðfest með

...