
Einar Ingvi Magnússon
Giordano Bruno var ítalskur heimspekingur, sem lifði hér á jörð frá 1548-1600. Ein af mörgum kenningum hans var sú að alheimurinn væri óendanlegur og byggður mannfólki.
Fáir fylgdu þó þessari kenningu hans, enda kenndi kristin kirkja og kennir enn í dag að jörðin okkar sé miðja alheimsins og sú eina sem byggð er fólki. Margt fólk hefur því engan grun um líf annars staðar í geimnum í öllum þeim aragrúa af sólkerfum og stjörnuþokum sem fyrirfinnast í útheimi. Í okkar vetrarbraut eru milljónir sólkerfa, þar sem plánetur snúast um lífgefandi sólir. Hví þá ekki jarðir, eins og í okkar sólkerfi?
Dr. Helgi Pjeturss var íslenskur jarðfræðingur og dulvísindamaður, sem var uppi frá 1872-1949. Hann var og er enn þekktur fyrir trú sína á líf á öðrum hnöttum og ritaði safn bóka, sem
...