
Hljómsveitin Geislar heldur tónleika í Mengi á fimmtudaginn, 6. mars, klukkan 20. Segir í tilkynningu að Geislar séu með fangið fullt af nýrri tónlist og að önnur plata þeirra, Supernature, komi út á næstunni en nú þegar séu komin út þrjú lög. Hljómsveitina skipa söngkonan Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón, Styrmir Sigurðsson á hljómborð og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa.