
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nauðsynlegt er að gera úrbætur á innviðum fjarskipta á Austurlandi. Takmarkað farsíma- og netsamband dregur úr öryggi og takmarkar möguleika til atvinnuuppbyggingar, t.d. með fjarvinnu. Þetta kemur fram í úttekt Gagna ehf. sem unnin var fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
Úttektin staðfestir að farsímasamband á lykilleiðum eystra er ófullnægjandi. Þá nær net Tetra, sem sinnir neyðarfjarskiptum, ekki til mikilvægra svæða. Slíkt ógnar öryggi og getur tafið viðbrögð við neyð. Sömuleiðis eru göt í dreifikerfi RÚV, sem takmarkar aðgengi að tilkynningum þegar önnur fjarskipti bregðast. „Fjarskiptaöryggi eru lífsnauðsynlegt öryggismál,“ segir Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður SSA í frétt á vef Austurbrúar – stofnun sem sinnir þróun og hagsmunagæslu
...