Stórfjölskyldan Kristján og Steinunn í Skotlandi sumarið 2023 með börnum og vonarstjörnum fjölskyldunnar.
Stórfjölskyldan Kristján og Steinunn í Skotlandi sumarið 2023 með börnum og vonarstjörnum fjölskyldunnar.

Kristján Stefánsson fæddist 1. mars 1945 á Landspítalanum og var þaðan færður í hús afa síns Valhöll við Suðurgötu. Þar bjó fjölskyldan til 1951 þegar hún flutti um skamman veg á Ásvallagötu 17, en frá 1956 bjó fjölskyldan á Lynghaga.

Vellirnir voru leiksvæði Kristjáns og annarra uppátækjasamra krakka. Þar gengu þau að mestu sjálfala, byggðu kofa, teikuðu bíla, spiluðu fótbolta, ræktuðu dúfur, tíndu ánamaðka til sölu og fylgdu heldri borgurum til grafar í garð genginna. Í minningu margra Vesturbæinga voru þetta gullaldarár Reykjavíkur.

Kristján fór í sveit í níu sumur og lærði þar til verka. Dvölin í sveitinni herti hug hans og stældi kjark. Hann var sex sumur á Krossi, Skarðsströnd, Hólum í Hornafirði og tvö sumur vinnumaður á Bakka, Kjalarnesi. Hann fékk af uppeldinu mikinn áhuga á málefnum landsbyggðarinnar og hefur átt traust bönd

...