
Kristján Alexander Reiners Friðriksson fann ungur sína köllun í lífinu. Tónlist. Hann byrjaði snemma að leika á hljóðfæri og koma fram á tónleikum og ekki löngu síðar gerði hann sér grein fyrir því að hann hefði einnig brýna þörf fyrir að miðla. Fyrir vikið kom bara eitt starf til greina, tónmenntakennari. Róið var að því öllum árum.
„Ég hef mikla þörf fyrir að miðla og fæ mikið út úr því að sjá áhuga kvikna og nemendur taka framförum. Þess vegna gæti ég ekki verið í betra starfi,“ segir Kristján en hann starfar sem tónmenntakennari í Grundaskóla á Akranesi.
Kristján var sjálfur nemandi á unglingastigi í Grundaskóla og þar kviknaði áhugi hans á kennslu. „Það var á þeim tíma sem ég áttaði mig á því að ég vildi kenna. Ég fann athvarf í tónlistinni og það öðlaðist eitthvert fýsískt form í
...