Okkar verk hafa jafnan mótast af því að vilja lágmarka skriffinnsku og regluverk sem hamlar fólki í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason

Jens Garðar Helgason

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi verið breiður vettvangur þar sem fólk úr ólíkum áttum sameinast um frelsi einstaklingsins og ábyrgð gagnvart samfélaginu. Að sama skapi þarf forystan að endurspegla þessa breidd, þannig að raddir sem flestra fái að heyrast. Ég tek því þá ákvörðun að bjóða mig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi og ætla að leggja mitt af mörkum til að styrkja flokksstarfið enn frekar.

Varaformannsframboð með nýjum áherslum

Flokkurinn mun ávallt byggja á þeirri sterku undirstöðu sem hann hefur, en til að tryggja stöðuga endurnýjun þurfum við að hlúa að fjölbreyttum sjónarmiðum. Varaformannsstarfið snýst ekki aðeins um að vera traustur bakhjarl formannsins heldur líka að fylgjast grannt með því sem er að gerast í samfélaginu, opna dyrnar fyrir

...