
Við hvað starfar þú dagsdaglega?
Aðallega við kvikmyndagerð. Ég hef verið að leikstýra þáttum eins og Kanarí og Sveitarómantík, en auk þess hef ég verið að skjóta og klippa alls kyns myndbönd, bæði fyrir sjónvarp og samfélagsmiðla. Ég tók ársnám í almennri kvikmyndagerð í Danmörku og hef svo verið að vinna sjálfstætt síðan. Reyndar hafði ég áður klárað heimspekinám.
Hefur grín alltaf fylgt þér?
Ég hef nú alltaf verið að grínast en sá ekki fyrir mér að gera neitt úr því. En við vinirnir, ég og Pálmi Freyr, mönuðum hvor annan á fyrsta spunanámskeið sem haldið var á Íslandi. Við urðum algjörlega heillaðir af spuna og höfum nú verið að sýna spuna í tíu ár. Ég hef verið í Improv Ísland-hópnum frá byrjun. Svo fékk ég vini mína með mér í Kanarí-hópinn sem gerir sketsa. En það
...