Ari fróði Þorgilsson (1068-1148) segist fyrst hafa gert Íslendingabók fyrir biskupana Þorlák (Runólfsson) og Ketil (Þorsteinsson), og sýnt bæði þeim og Sæmundi presti (fróða) áður en hann gekk frá bókinni

Íslendingabók Guðni Th. Jóhannesson gerði Ara fróða og sannleiksgildi fornsagna að umtalsefni á dögunum í fyrirlestri á vegum Vinafélags Árnastofnunar. Hér má sjá upphaf Íslendingabókar í uppskrift Jóns prests Erlendssonar í Villingaholti frá 1651 (AM 113 a fol.).
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Ari fróði Þorgilsson (1068-1148) segist fyrst hafa gert Íslendingabók fyrir biskupana Þorlák (Runólfsson) og Ketil (Þorsteinsson), og sýnt bæði þeim og Sæmundi presti (fróða) áður en hann gekk frá bókinni. Ketill varð biskup að Hólum 1122 og Þorlákur og Sæmundur dóu báðir 1133.
Ari missti föður sinn ungur og ólst upp hjá Gelli föðurafa sínum, syni Þorkels og Guðrúnar Ósvífursdóttur á Helgafelli. Sagt er frá fjölskyldunni við lok Laxdælu og víðar. Í bernsku lærði Ari af Þorkeli föðurbróður sínum Grænlandsfara sem mundi langt fram og Þuríði Snorradóttur goða „er bæði var margspök og óljúgfróð“. Gellir afi Ara dó í Danmörku, á heimleið frá Róm,
...