Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur telur ekki tímabært að svo stöddu að heimila uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 8. Svæðið þurfi að skipuleggja í heild m.a. vegna nálægðar við fyrirhugaðan Miklubrautarstokk

Uppbygging Nýju byggingarnar sem rísa áttu á reitnum eru þessar rauðu og appelsínugulu.
— Tölvumynd/Kanon arkitektar
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur telur ekki tímabært að svo stöddu að heimila uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 8. Svæðið þurfi að skipuleggja í heild m.a. vegna nálægðar við fyrirhugaðan Miklubrautarstokk.
Skógarhlíðin er fyrir neðan Öskjuhlíð og telst til Hlíðanna. Þetta er því eftirsótt og áhugaverð staðsetning í höfuðborginni.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nýlega var lögð fram fyrirspurn Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins dags. 11. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 8, sem felst í uppbyggingu og þróun svæðisins fyrir blandaða byggð, samkvæmt tillögu Kanon
...