Eitt af því, sem ég hef komist að í grúski mínu síðustu ár, er, að Svíar búa að sterkri frjálshyggjuarfleifð, sem gerði þeim kleift að standast á sautjándu öld áhlaup konunga, sem vildu ótakmarkað vald í nafni Guðs, og á tuttugustu öld áhlaup…

Eitt af því, sem ég hef komist að í grúski mínu síðustu ár, er, að Svíar búa að sterkri frjálshyggjuarfleifð, sem gerði þeim kleift að standast á sautjándu öld áhlaup konunga, sem vildu ótakmarkað vald í nafni Guðs, og á tuttugustu öld áhlaup vinstrisinnaðra stjórnmálamanna, sem vildu ótakmarkað vald í nafni alþýðunnar. Í sögu Svía standa nokkrar frelsishetjur upp úr.

Ein er Þórgnýr lögmaður Þórgnýsson, sem Snorri segir frá í Heimskringlu, en á þingi Svía árið 1018 tilkynnti hann Ólafi, konungi þeirra, að hann yrði að halda friðinn og fylgja gömlum lögum, ella yrði hann settur af og jafnvel drepinn. Hér var Þórgnýr að vísa í þá ævafornu reglu germanskra þjóða, að konungar væru bundnir af sömu lögum og þegnar þeirra.

Önnur frelsishetjan var aðalsmaðurinn og námueigandinn Engilbrekt Engilbrektsson, sem hafði forystu

...