Strengjahljómsveitin Spiccato mun flytja verk eftir ensk tónskáld á tónleikum sveitarinnar, sem bera yfirskriftina English Summer, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 17-18 í Vídalínskirkju. Segir í viðburðarkynningu að verkin gefi innsýn í ólík…

English Summer Strengjahljómsveitin Spiccato flytur verk eftir ensk tónskáld í dag.
Strengjahljómsveitin Spiccato mun flytja verk eftir ensk tónskáld á tónleikum sveitarinnar, sem bera yfirskriftina English Summer, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 17-18 í Vídalínskirkju. Segir í viðburðarkynningu að verkin gefi innsýn í ólík tímabil sögunnar, allt frá barokktónlist, klassík og rómantík til nútímaþjóðlagahughrifa. Þá verða meðal annars flutt verk eftir William Byrd, Henry Purcell, Georg Friedrich Händel, William Boyce, Edward Elgar, Frederick Delius og Gustav Theodore Holst.