Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll Conclave ★★★★· Leikstjórn: Edward Berger. Handrit: Peter Straughan, byggt á bókinni Conclave eftir Robert Harris. Aðalleikarar: Ralph Fiennes, Stanley Tucci, John Lithgow og Isabella Rossellini. Bretland og Bandaríkin, 2024. 120 mín.
Aðþrengdur Ralph Fiennes í hlutverki kardínálans Thomas Lawrence í kvikmyndinni Conclave.
Aðþrengdur Ralph Fiennes í hlutverki kardínálans Thomas Lawrence í kvikmyndinni Conclave.

KVIKMYNDIR

HELGI SNÆR

SIGURÐSSON

Orðið „conclave“ er notað í ensku yfir páfakjör og um þá snúnu og tímafreku athöfn fjallar þessi vandaða kvikmynd þýska leikstjórans Edwards Bergers. Berger leikstýrði Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust af vesturvígstöðvunum, einni bestu kvikmynd ársins 2022 sem sópaði að sér verðlaunum á sínum tíma og skal engan undra. Conclave var frumsýnd í fyrra, 30. ágúst, á hátíðinni Telluride í Colorado í Bandaríkjunum, og er nú loksins komin í íslensk kvikmyndahús. Hefur myndin hlotið mikinn fjölda verðlauna, m.a. hin bresku Bafta-verðlaun og er tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Óskarinn verður afhentur 3. mars og þykir líklegt að Conclave hljóti nokkrar styttur. Spyrjum þó að leikslokum.

...