Dansmyndin DuEls bar sigur úr býtum í mánaðarlegri keppni World Film Festivals í Cannes í flokknum besta dansmyndin sem og í flokknum besta kóreógrafían, sem eru verðlaun sem koma í hlut þeirra Damiens Jalets og Ernu Ómarsdóttur danshöfunda myndarinnar
Dúett Damien Jalet og Erna Ómarsdóttir eru danshöfundar DuEls.
Dúett Damien Jalet og Erna Ómarsdóttir eru danshöfundar DuEls.

Dansmyndin DuEls bar sigur úr býtum í mánaðarlegri keppni World Film Festivals í Cannes í flokknum besta dansmyndin sem og í flokknum besta kóreógrafían, sem eru verðlaun sem koma í hlut þeirra Damiens Jalets og Ernu Ómarsdóttur danshöfunda myndarinnar. Segir í tilkynningu að myndin, sem sé eftir hinn virta sænska leikstjóra Jonas Åkerlund, sé byggð á vel heppnaðri danssýningu Nagelhus Schia Productions í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, sem sýnd var á Vigeland-safninu í Osló. „Með röð stuttra og áhrifamikilla verka, flutt í formi leiðsagnar um safnið, stuðlar dansinn að því að leysa úr læðingi þétta orku í hinum sígildu höggmyndum Vigelands.“ Myndin mun svo keppa um verðlaunin Grand Winner á árlegri verðlaunaafhendingu sem fram fer í Cannes í júní. Erna vinnur nú að nýju verki Hringir Orfeusar og annað slúður fyrir ÍD sem verður frumsýnt 28. mars í Borgarleikhúsinu.