Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að hætta á að heimsstyrjöld brjótist út á fordæmalausum fundi leiðtoganna fram fór á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í gær
Spennuþrunginn Fundinum var ætlað að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Úkraínu.
Spennuþrunginn Fundinum var ætlað að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Úkraínu. — AFP/Saul Loeb

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að hætta á að heimsstyrjöld brjótist út á fordæmalausum fundi leiðtoganna fram fór á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í gær. Trump og varaforseti hans J.D. Vance helltu sér yfir Selenskí áður en fundurinn leystist upp og Úkraínuforseta var vísað á dyr.

„Annaðhvort ger­irðu samn­ing eða við erum hætt þessu,“ sagði Trump við Selenskí á fundinum en markmiðið með honum var að draga úr spennu á milli land­anna.

„Þú ert að spila með líf millj­óna manna. Þú ert að hætta á þriðju heims­styrj­öld­ina og það sem þú ert að gera er van­v­irðing við þetta land,“ full­yrti Trump.

Fundurinn átti að draga úr spennu

Selenskí var í Hvíta hús­inu til að skrifa und­ir samn­ing um að deila jarðefna­auðlind­um Úkraínu með Bandaríkjunum og til að

...