Mér leiðist margt en að horfa aftur og aftur á ákveðið sjónvarpsefni eða hlusta aftur og aftur á sama lagið, er ekki eitt af því. Ég get alveg fengið eitthvert ákveðið lag á heilann og hlustað endalaust á það í dágóðan tíma

Gláp Það getur reynst erfitt að breyta til.
— Morgunblaðið/Ernir
Jökull Þorkelsson
Mér leiðist margt en að horfa aftur og aftur á ákveðið sjónvarpsefni eða hlusta aftur og aftur á sama lagið, er ekki eitt af því. Ég get alveg fengið eitthvert ákveðið lag á heilann og hlustað endalaust á það í dágóðan tíma.
Það sama gildir um sjónvarpsþætti og kvikmyndir en auðvitað í öðruvísi lagi. Þar er maður ekki endalaust að horfa á sama efnið, enda yfirleitt tímafrekara.
Hins vegar þegar ég sest loks upp í sófa eftir langan dag í vinnunni eða skólanum, set ég í flest tilfelli eitthvað á sem ég hef séð áður. Þetta er ekki endilega eitthvað sem ég monta mig af, og ég væri til í að breyta þessu. Aftur á móti finnst mér oft erfitt að finna nýtt sjónvarpsefni, og á sama tíma tónlist til að hlusta á.
...