„Ég tel einboðið að íslensk stjórnvöld setji verulegar takmanir á notkun þessa búnaðar eða banni hann með öllu,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort hann hyggist…
Vothreinsibúnaður Búnaðurinn dælir inn sjó sem úðað er yfir útblástur og bindur mengandi efni sem síðan er sleppt út í sjó. Bann er til skoðunar.
Vothreinsibúnaður Búnaðurinn dælir inn sjó sem úðað er yfir útblástur og bindur mengandi efni sem síðan er sleppt út í sjó. Bann er til skoðunar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Ég tel einboðið að íslensk stjórnvöld setji verulegar takmanir á notkun þessa búnaðar eða banni hann með öllu,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort hann hyggist setja takmarkanir um notkun vothreinsibúnaðar í skipum sem dælir menguðu skolvatni í sjó.

Þeim ríkjum sem setja takmarkanir á notkun slíks búnaðar fer fjölgandi eins og fram kom í 200 mílum Morgunblaðsins nýverið, en Danir og Svíar hafa ákveðið að banna notkun þessa búnaðar í landhelgi sinni frá 1. júlí nk. Bann hefur þegar gengið í gildi í Finnlandi. Þá sætir notkun vothreinsibúnaðar takmörkunum í Noregi, en alls hafa 46 ríki lagt bann við eða takmarkað notkun búnaðarins á sínum hafsvæðum.

Jóhann

...