
Titrings gætir á vinnumarkaði eftir að gengið var frá allsherjarsamningum við kennarastéttina í vikunni. Fregnir herma að launahækkun kennara muni nema 24% yfir fjögurra ára tímabil. Allsherjarsamningar á vinnumarkaði, sem undirritaðir voru með pomp og prakt í fyrra, gera ráð fyrir ríflega 14% hækkun.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa áhyggjur af stöðunni, enda stóðu samtökin sem þær fara fyrir í þeirri meiningu að hið opinbera myndi tryggja frið á vinnumarkaði með því að gerast ekki leiðandi í launaþróun og semja við einstaka hópa langt umfram það sem stærstur hluti markaðarins fékk í sinn hlut í fyrra.
„Það er algjörlega skýrt af okkar hálfu í verkalýðshreyfingunni að þetta snýst ekki aðeins um að þessum stóru markmiðum með kjarasamningnum verði náð, að
...