— Ljósmynd/GuinnessWork

Heimsmetabók Guinness hefur staðfest að Whitetop, 27 ára lamadýr í Norður-Karólínu, sé það elsta í heimi. Það býr í sumarbúðum fyrir börn með alvarlega sjúkdóma og hefur verið hluti af daglegu lífi þeirra í áraraðir.

„Hann leggst bara niður þegar sumarbúðirnar byrja og stendur ekki upp fyrr en í hádeginu,“ segir starfsmaður. „Hann veit að þetta er hans vinna!“

Meðal félaga Whitetop eru hestar, geitur og kanínur – en nánasti vinur þess er kýrin Gus-Gus.

Nánar í jákvæðum fréttum á K100.is.