„Í dag stöndum við á sögulegum krossgötum,“ sagði breski forsætisráðherrann Keir Starmer þegar hann kynnti höfuðniðurstöður fundar evrópskra leiðtoga og forsætisráðherra Kanada með Volódimír Selenskí Úkraínuforseta í London í gær

Lögð á ráðin Selenskí, Starmer og Macron Frakklandsforseti ræðast við á leiðtogafundinum í Lundúnum í gær um framtíð Úkraínu.
— AFP/Justin Tallis
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Í dag stöndum við á sögulegum krossgötum,“ sagði breski forsætisráðherrann Keir Starmer þegar hann kynnti höfuðniðurstöður fundar evrópskra leiðtoga og forsætisráðherra Kanada með Volódimír Selenskí Úkraínuforseta í London í gær.
Stígvél á jörð – flugvélar í lofti
Fór fundurinn fram fyrir luktum dyrum og greindi Starmer fjölmiðlafólki frá því að honum loknum að fyrir lægi áætlun um að koma á fót „bandalagi hinna viljugu“ til að koma á friði í Úkraínu.
Bretland væri reiðubúið til að „styðja þetta í samstarfi fleiri ríkja með stígvélum á jörð og flugvélum í lofti“ eins og hann orðaði það. „Evrópa þarf að bera þungu byrðarnar, en svo stuðla megi að friði í
...