Dóra Guðbjört Jónsdóttir fæddist 21. nóvember 1930. Hún lést 11. febrúar 2025. Dóra var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 27. febrúar 2025.

Í dag kveðjum við kæran félagsmann og heiðursfélaga, Dóru G. Jónsdóttur, sem kvaddi okkur á 95. aldursári. Dóra var gullsmiður af lífi og sál. Hún menntaði sig ung í faginu og ruddi brautina fyrir fleiri konur að læra til gullsmiðs.

Hún lét til sín taka í félagsstörfum og sinnti hlutverki formanns Félags íslenskra gullsmiða um árabil og varð hún þá fyrst kvenna á Norðurlöndum til að sinna formennsku í fagfélagi. Dóra sat einnig í flestum nefndum innan félagsins alla tíð. Síðustu ár sat hún í rit- og safnanefnd og sinnti hún því starfi af mikilli alúð fram á síðasta dag og passaði vel upp á að menningarleg verðmæti fagsins okkar gleymdust ekki.

Dóra hafði mikla þekkingu

...