
Norska olíufélagið og útgerðin Haltbakk Bunkers brást ókvæða við í kjölfar harkalegra orðaskipta Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Volódimírs Selenskís Úkraínuforseta á hitafundi á föstudaginn sem vakti heimsathygli.
Málið er einfalt að sögn Gunnars Grans forstjóra sem ræðir við norska ríkisútvarpið NRK. „Við fylgjum okkar siðferðisáttavita,“ segir Gran, hér eftir selji fyrirtækið bandarískum her eða herskipum ekkert eldsneyti.
„Í dag höfum við orðið vitni að þeirri dritsýningu sem lengi mun uppi verða „í beinni“ af hálfu núverandi Bandaríkjaforseta og varaforseta hans,“ segir í yfirlýsingu á facebook-síðu Haltbakk Bunkers sem er á ensku og þar notað orðalagið „the biggest shitshow ever presented“.
Er Selenskí þar klappað lof í lófa fyrir að sýna stillingu á fundinum. „Okkur varð óglatt, í sem stystu máli,“ segir svo og boðar fyrirtækið því næst algjört sölubann gagnvart her og
...