60 ára Sverrir er fæddur og uppalinn Hvergerðingur en hefur búið á Selfossi frá 1995. Hann útskrifaðist sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1988. Fyrsta starfið eftir útskrift var við endurhæfingu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Fljótlega færði hann sig yfir í grunnskólakennslu og frá 2002 hefur hann starfað sem íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Lengi vel þjálfaði Sverrir yngri flokka í knattspyrnu og var um tíma í unglingaráði knattspyrnudeildar Selfoss. Áhugamálin eru hreyfing, íþróttir og útivera. Hann spilaði fótbolta með Ungmennafélagi Hveragerðis og Ölfuss og seinna meir blak en þá var búið að breyta nafninu á félaginu í Íþróttafélagið Hamar. „Núna er ég svolitið að hlaupa, það sem kallað er utanvegahlaup eða náttúruhlaup. Mér finnst þau skemmtilegri en götuhlaup. Svo hef ég líka gaman af

...