FH varð á laugardag bikarmeistari í frjálsíþróttum innanhúss í fimmta skipti í röð eftir sigur á heimavelli sínum í Kaplakrika. FH hefur unnið allar bikarkeppnir innanhúss frá árinu 2020 en ekki var keppt árið 2021 vegna covid. FH fékk alls 145 stig, sjö stigum meira en ÍR sem varð í öðru sæti. Fjölnir/UMSS varð í þriðja sæti með 123 stig. Fjölnir/UMSS fékk 76 stig í karlaflokki, eins og FH í kvennaflokki. » 27