Húsnæðisstefna nýs meirihluta í Reykjavík má teljast einstök og hefur slík stefna í það minnsta ekki fyrr sést hér á landi. Í samstarfsyfirlýsingunni segir um húsnæðismál: „Hugað verður að fjölbreyttu búsetuformi svo sem kjarnasamfélögum (e. co-housing), heimilum á hjólum og smáhýsum.“ Kjarnasamfélög er væntanlega fyrirbæri sem er þekktara undir nafninu kommúna og ekki líklegt að mörgum þyki eftirsóknarvert. Það hefur þó eflaust vinninginn í samkeppni við hjólhýsabyggðina sem nýi meirihlutinn hyggst líka bjóða upp á undir nafninu „heimili á hjólum“. Smáhýsin eru svo að vísu þekkt og hafa verið reist hér fyrir ógæfumenn en varla álitin sérstakur kostur í húsnæðismálum almennings.

Nú má út af fyrir sig segja að hjólhýsabyggð gæti sprottið upp hratt á höfuðborgarsvæðinu, en er það virkilega einn af þeim kostum sem meirihlutinn lítur til? Vill hann að sum reykvísk börn alist upp í hjólhýsabyggð?

Samhliða þessum ósköpum var svo kynnt mikil

...