Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, lést í faðmi fjölskyldunnar á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð 28. febrúar, 77 ára að aldri.

Margrét fæddist 10. desember 1947 á Fosshólum í Holtum í Rangárvallasýslu, en ólst upp á Selfossi í stórum systkinahópi þar sem hún var næstelst sex systkina. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Esther Einarsdóttir, f. 31.10. 1916, d. 5.11. 2002, og Sigfús Sigurðsson, f. 19.2. 2022, d. 21.8. 1999.

Eftir gagnfræðapróf frá Selfossi fór Margrét í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og svo í Hússtjórnarkennaraskólann þaðan sem hún útskrifaðist vorið 1969.

Margrét byrjaði feril sinn sem ráðskona á Sjúkrahúsinu á Selfossi 1969-1972 og varð svo ráðskona í Hjúkrunarskóla Íslands með kennsluskyldu í sjúkrafæði og næringarfræði 1972-1976. Hún hóf að kenna

...