Ágætar aðstæður hafa verið til ferðalaga um hálendið að undanförnu og margir lagt leið sína í Landmannalaugar. Hin þýska Kerstin Langenberger, sem öllu er vön á Íslandi, hefur síðustu vikur verið á hálendisvaktinni fyrir Ferðafélag Íslands
Hálendið Brosmild Kerstin í lopapeysunni í Laugum í gærdag.
Hálendið Brosmild Kerstin í lopapeysunni í Laugum í gærdag.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ágætar aðstæður hafa verið til ferðalaga um hálendið að undanförnu og margir lagt leið sína í Landmannalaugar. Hin þýska Kerstin Langenberger, sem öllu er vön á Íslandi, hefur síðustu vikur verið á hálendisvaktinni fyrir Ferðafélag Íslands. Skálum þess og aðstöðu í Laugum er jafnan haldið opnum síðari hluta vetrar eins mikið og þörf er á.

Sú var tíðin að öræfi Íslands voru nánast luktur heimur frá hausti fram í sumarbyrjun. Þetta er breytt. Með öflugum breyttum breiðdekkjabílum, góðum fjarskiptum og öruggri leiðsögutækni er leiðin greið eins og margir nýta sér. Eða svo vísað sé í bókmenntirnar þá sagði Halla við Fjalla-Eyvind forðum: „Fagurt er á fjöllum.“ Þau orð hafa máttugt líf.

„Við stefnum að því að vera með skálavörð í Landmannalaugum að minnsta kosti fram yfir páska, en allt verður þetta að ráðast af aðstæðum,“ segir

...