Fræðirit Sjávarföll. Ættarsaga ★★½·· eftir Emil B. Karlsson. Sæmundur, 2024. Innbundin, 328. bls.
Ættin Emil B. Karlsson ritar sögu ættar sinnar, sem hefur glímt við arfgeng heilablóðföll, í verkinu Sjávarföll.
Ættin Emil B. Karlsson ritar sögu ættar sinnar, sem hefur glímt við arfgeng heilablóðföll, í verkinu Sjávarföll. — Morgunblaðið/Hákon

Bækur

Sölvi

Sveinsson

Þetta er allmikið rit, 328 bls., og ættarsagan rekur sögu nokkurra ættliða og einstaklinga, en víkur ekki síður að sjúkdómi sem rekja má aftur til ársins 1670 en þá komu fyrst fram stökkbreytt gen sem geta valdið heilablóðfalli, eða slagaveiki eins og menn nefndu þessa veiki fyrr á tíð. Upp úr 1840 fer sýkin að draga menn til dauða, flesta á besta aldri, líklega vegna þess að þá fór að minnka neysla á mysu sem dró úr útfellingum æðaveggja í heila. Um sama leyti jókst neysla á bæði sykri og hveiti. „Sjúkdómurinn finnst aðeins á Íslandi en barst þaðan með að minnsta kosti fjórum arfberum til Norður-Ameríku“ (15) en þeir dóu allir ungir.

Í bókinni er rakin saga fjölskyldu Emils í fimm ættliði, frá því um og upp úr 1820

...