Nýr formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar vill efla íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku, bæta lestrarkennslu í skólum, huga betur að vanlíðan barna og taka á ofbeldi í grunnskólum
Grunnskólar Helga reyndi að vekja athygli á ofbeldisvanda barna árið 2022.
Grunnskólar Helga reyndi að vekja athygli á ofbeldisvanda barna árið 2022. — Morgunblaðið/Karítas

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Nýr formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar vill efla íslenskukennslu barna sem eru með annað móðurmál en íslensku, bæta lestrarkennslu í skólum, huga betur að vanlíðan barna og taka á ofbeldi í grunnskólum.

„Börnin eru okkar mikilvægasta fólk. Það er mikilvægt að sjá hvert barn,“ segir Helga Þórðardóttir í samtali við Morgunblaðið um stefnur hennar og áherslur sem formaður skóla- og frístundaráðs. Hún segir allt of mörg grunnskólabörn, sem eru að læra íslensku, ekki komast að í íslenskukennslu og verða því út undan í bekknum. Biðlistinn sé langur og eru elstu börnin í forgangi þar. „Það þarf að gera mun betur.“ Helga segir snemmtæka íhlutun gríðarlega mikilvæga, til að mynda þegar börn glími við málþroskavanda. „Þar er til dæmis

...