Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur segir frá doktorsritgerð sinni og bókinni Jötnar hundvísi – Norrænar goðsagnir í nýju ljósi á Fræðakaffi á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, mánudaginn 3. mars, kl. 16.30-17.30. Ingunn er sjálfstætt starfandi fræðikona hjá Reykjavíkurakademíunni, auk þess að vera doktor í norrænni trú. Bókin Jötnar hundvísir var bæði tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2024 og til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og -rita 2025.