Bandarísku fyrirtæki tókst í gær að lenda geimfari á tunglinu. Þetta er í annað sinn sem einkafyrirtæki nær slíkum árangri – og fyrsta sinn það tekst hnökralaust. Tunglfarið Blue Ghost Mission 1, sem flýgur á vegum Firefly Aerospace, lenti á tunglinu kl
Draugareiðin Blue Ghost stendur traustum fótum á tunglinu eftir farsæla lendingu við Kreppuhaf í gær. Annað tunglfar er væntanlegt í vikunni.
Draugareiðin Blue Ghost stendur traustum fótum á tunglinu eftir farsæla lendingu við Kreppuhaf í gær. Annað tunglfar er væntanlegt í vikunni. — Ljósmynd/Firefly Aerospace

Í brennidepli

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Bandarísku fyrirtæki tókst í gær að lenda geimfari á tunglinu. Þetta er í annað sinn sem einkafyrirtæki nær slíkum árangri – og fyrsta sinn það tekst hnökralaust.

Tunglfarið Blue Ghost Mission 1, sem flýgur á vegum Firefly Aerospace, lenti á tunglinu kl. 8.34 í gærmorgun að íslenskum tíma.

Fyrir rúmu ári, í febrúar 2024, lenti ómannaða geimfarið Ódysseifur á yfirborði tunglsins en ferðalangurinn missteig sig við lendingu og valt á hliðina. Það uppskar því fagnaðarlæti í stjórnstöðinni í Austin í Texasríki í gær þegar framkvæmdastjóri FireFly staðfesti að Blue Ghost væri „stöðugt og upprétt“ eftir

...