Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 21. desember 1933. Hún lést 11. febrúar 2025.

Útför Ragnhildar fór fram 24. febrúar 2025.

Ég kynntist Ragnhildi þegar ég byrjaði sem sjálfboðaliði hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur árið 2004. Hún var þá formaður nefndarinnar. Ragnhildur var skörungur og mikill karakter. Hún lagði sig fram við að vera alltaf fín til fara, mála á sér augun og setja á sig varalit. Hún átti fullt af skvísufötum og var oft í skærum litum og klæddi skærbleikur litur hana einstaklega vel. Hún var töffari.

Ragnhildur var formaður nefndarinnar þar til 2015 þegar ég tók við af henni. Hún sinnti starfi sínu alltaf af miklum áhuga og var henni annt um að vera formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem hún var í um 11 ár.

Fyrir hönd

...