Jón Otti Ólafsson, prentari og fv. körfuboltadómari, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. febrúar síðastliðinn, 83 ára að aldri.

Jón Otti fæddist 10. júlí 1941 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Ólafur Ottósson og Vigdís Jónsdóttir.

Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.

Þá lauk hann sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann stundaði prentiðn hjá prentsmiðjunni Borgarprenti á árunum 1959-57. Þá hóf hann störf hjá prentsmiðjunni Umslagi og endaði sinn starfsferil þar árið 2012.

Jón Otti var einn af frumkvöðlum körfuboltans á Íslandi. Hann hóf að leika körfubolta á Laugarvatni 1956 og byrjaði að spila með meistaraflokki KR 1963. Hann lék um 200 meistaraflokksleiki með

...