„Það er búið að vera brjálað að gera fyrir bolludaginn hjá okkur,“ segir Markús Ingi Guðnason, bakari og eigandi Deigs bakarís á Tryggvagötu, en bakaríið hefur markað sér sérstöðu á markaðnum með því að búa til djúpsteiktar bolludagsbollur sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár
Björnsbakarí Hefðbundnar vatnsdeigsbollur hafa lengi verið vinsælastar.
Björnsbakarí Hefðbundnar vatnsdeigsbollur hafa lengi verið vinsælastar. — Morgunblaðið/Golli

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það er búið að vera brjálað að gera fyrir bolludaginn hjá okkur,“ segir Markús Ingi Guðnason, bakari og eigandi Deigs bakarís á Tryggvagötu, en bakaríið hefur markað sér sérstöðu á markaðnum með því að búa til djúpsteiktar bolludagsbollur sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

„Við erum með þrjár mismunandi tegundir af bollum, með hindberjum, karamellu og súkkulaði,“ segir Markús og segir að karamellubollurnar séu vinsælastar. Mikið hafi verið pantað og búið að baka yfir þrjú þúsund bollur, sem flestar hafi farið í pöntun. „Við urðum að hætta að taka við pöntunum því við gátum ekki bakað meira,“ segir Markús en þó verður hægt að koma á staðinn og fá bollur í dag.

Í Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi eru hefðbundnu vatnsdeigsbollurnar með súkkulaði, rjóma og sultu alltaf langvinsælastar, segir

...