
Þóra Hafdís Þórarinsdóttir fæddist í Keflavík 30. maí 1938. Hún lést á Tenerife 28. desember 2024.
Þóra Hafdís var dóttir hjónanna Fanneyjar Guðmundsdóttur, f. 15.11. 1910, d. 5.6.1980, frá Hvammkoti, Hofsókn, A-Hún., og Þórarins Kr. Guðmundssonar, f. 2.5. 1904, d. 11.8. 1991, frá Akurhóli Miðneshreppi, Gullbringusýslu. Systkini Þóru H. voru María Erla, f. 2.10. 1931, d. 15.6. 1934, Guðmundur Þorsteinn, f. 21.7. 1933, d. 15.8. 1933, Þórhallur, f. 2.6. 1935, d. 27.9. 2023, og Ríkharður, f. 26.7. 1944, d. 23.1. 1996.
Faðir Þóru byggði hús í Keflavík og bjó fjölskyldan til tólf ára aldurs Þóru en þá fluttu þau búferlum til Hafnarfjarðar, bjuggu þar í þrjú ár áður en flutt var í Nökkvavoginn í Reykjavík. Þóra fór í gagnfræðaskóla verknámsins og þótti gaman að læra en skemmtilegast þótti henni að læra handavinnu sem hún nýtti sér alla tíð og var
...