Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er ekki aðeins kosin forysta flokksins, heldur einnig sex miðstjórnarmenn og fimm í hverja af hinum átta málefnanefndum flokksins. Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hlaut…

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er ekki aðeins kosin forysta flokksins, heldur einnig sex miðstjórnarmenn og fimm í hverja af hinum átta málefnanefndum flokksins.

Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hlaut yfirburðakosningu í miðstjórn með 616 atkvæði, en þar á eftir komu Sigríður Erla Sturludóttir, Agla Eir Vilhjálmsdóttir, Jarl Sigurgeirsson, Ingvar Smári Birgisson og Einar S. Hálfdánarson.

Ekki er hægt að segja annað en að landsfundur hafi verið óhræddur við að velja ungt fólk til ábyrgðar á þeim vettvangi, en fjögur þeirra – Viktor, Sigríður, Agla og Ingvar – koma úr ungliðahreyfingu flokksins.

Á eftir fara úrslit í málefnanefndum í röð eftir atkvæðafjölda.

Í allsherjar- og menntamálanefnd voru kjörin Árni Grétar Finnsson, Björn Jón Bragason, Ingvar Smári Birgisson, Brynhildur

...