Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í æsispennandi formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. Sigurinn hefði vart getað verið naumari, en Guðrún hlaut 931 atkvæði eða 50,11%, 19 atkvæðum …
Forysta Nýkjörin forysta hrósar sigri á sviði Laugardalshallar, þau Vilhjálmur Árnason ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir formaður og Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Forysta Nýkjörin forysta hrósar sigri á sviði Laugardalshallar, þau Vilhjálmur Árnason ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir formaður og Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins. — Morgunblaðið/BIG

Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigurorð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í æsispennandi formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær.

Sigurinn hefði vart getað verið naumari, en Guðrún hlaut 931 atkvæði eða 50,11%, 19 atkvæðum fleiri en Áslaug Arna, sem alls fékk 912 atkvæði eða 49,09% gildra atkvæða.

Jens Garðar Helgason var hins vegar kjörinn varaformaður flokksins með afdráttarlausari niðurstöðu, en hann hlaut 928 atkvæði af 1.750 eða 53,2% gildra atkvæða.

Þá var Vilhjálmur Árnason endurkjörinn ritari flokksins með 573 atkvæðum eða 74,8% atkvæða.

Í þakk­arræðu sinni sagðist Guðrún ekki hafa farið í póli­tík af per­sónu­leg­um metnaði, held­ur af hug­sjón.

„Ég brenn fyr­ir þjóð mína og landið mitt. Þess vegna er þetta ekki sig­ur ein­stak­lings­ins, þetta er sig­ur okk­ar allra.“

Guðrún þakkaði Áslaugu fyr­ir drengilega bar­áttu og sagði ómet­an­legt að eiga slíkan banda­mann.

„Við

...