
Kristín Gunnlaugsdóttir fæddist á Patreksfirði 23. október 1933. Hún lést föstudaginn 14. febrúar 2025 á Landakoti, eftir stutta sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Kristófersson frá Brekkuvöllum á Barðaströnd, f. 25.5. 1896, d. 3.6. 1979, og Þuríður Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 24.9. 1896, d. 2.12. 1987. Systkini Kristínar voru Anna, f. 9.11. 1918, d. 3.1. 2000, Snorri, f. 23.9. 1922, d. 3.12. 1996, Margrét, f. 1.6. 1926, d. 29.6. 2006, og Jóhanna, f. 10.8. 1929.
Kristín giftist Valgeiri Jónssyni, f. 5.4. 1929, d. 23.2. 1988, árið 1956. Börn Kristínar og Valgeirs eru: 1) Gunnlaugur, f. 1956, maki Bergþóra Kristinsdóttir, f. 1957, dóttir þeirra Jóhanna Helga, f. 1992, d. 2023. 2) Freyja, f. 1957, maki Sturla Einarsson, f. 1957, eiga þau sex börn: a) Valgeir Már, f. 1978, hann á fjögur börn. b) Einar Bjarni, f. 1980, hann
...